Íslenski boltinn

Arnar Sveinn samdi við Víking Ólafsvík

Arnar Sveinn í leik með Val.
Arnar Sveinn í leik með Val.
Arnar Sveinn Geirsson er hættur við að hætta í fótbolta en hann mun samt ekki leika með Valsmönnum í sumar því hann er búinn að semja við Víking Ólafsvík.

„Félagaskiptin voru gerð í mesta bróðerni og vonar knattspyrnufélagið Valur að Arnar Sveinn finni gleðina að nýju og slái í gegn í sumar. Um leið og við óskum honum velfarnaðar og góðs gengis hjá Ólafsvíkingum, vonast Valsmenn til að sjá hann aftur fljótlega í Valstreyjunni að leika listir sínar að Hlíðarenda," segir í tilkynningu á vefsíðu Vals.

Arnar Sveinn er uppalinn Valsmaður en ákvað að taka sér ótímabundið frí frá fótbolta í vetur þar sem hann var kominn með leið á boltanum.

Nú er spurning hvort hann finni gleðina á ný í Ólafsvík en koma Arnars er mikill hvalreki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×