Íslenski boltinn

Laudrup sagður á leið í Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt frétt á stuðningsmannasíðu Stjörnunnar er Mads Laudrup, leikmaður HB Köge í Danmörku, á leið í Garðabæinn.

Fullyrt er að Laudrup sé laus undan samningi sínum við danska félagið sem féll í dag úr dönsku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap fyrir AGF.

Laudrup er 23 ára gamall og sonur Michael Laudrup sem er einn allra þekktasti knattspyrnumaður Dana frá upphafi.

Laudrup yngri hóf ferilinn hjá FC Kaupmannahöfn en hefur síðustu þrjú ár spilað með HB Köge. Hann lék einnig með yngstu landsliðum Danmerkur.

Ekki náðist í Almar Guðmundsson, formann knattspyrnudeildar Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×