Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur

Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Borderlands 4: Læti og ó­reiða par excellence

Borderlandsleikirnir hafa um árabil notið góðs orðspors meðal fjölspilunarleikja fyrir að vera skemmtilegir skot og hasarleikir þar sem allt er á yfirsnúningi og fyndnir en misfyndnir þó. Fjórði leikurinn er þar engin undantekning 

Leikjavísir
Fréttamynd

Braga­son leikur Zeldu prinsessu

Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.

Lífið
Fréttamynd

Frá Ís­landi til stjarnanna

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa.

Leikjavísir
Fréttamynd

Átta ára með­göngu loksins að ljúka

Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum.

Lífið
Fréttamynd

GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á hæfileika þeirra til að fremja glæpi í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn One-Armed Robber sem gengur, eins og nafnið gefur kannski til kynna, út á að spila sem einhentir ræningjar.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi

Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ný stikla úr GTA VI

Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026.

Lífið