Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2025 10:45 Snake hefur engu gleymt. Konami Einn af bestu leikjum PlayStation 2 kynslóðarinnar er, merkilegt nokk, ennþá frekar góður. Hvurn hefði grunað! Metal Gear Solid: Snake Eater hefur fengið góða andlitslyftingu en þrátt fyrir það er andrúmslofti gamla leiksins haldið og það með góðum árangri. MGSD:SE, jesús, fjallar um Jack/Snake og háleynilega, en samt engan veginn háleynilega, sendiför hans til Sovétríkjanna árið 1964 í leit að týndum vísindamanni. Eins og svo oft áður fer allt til fjandans og Snake þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga heiminum og í senn þá leggur saga leiksins grunninn að allri Metal Gear seríunni. Ekki nýr leikur, en samt Metal Gear serían eftir Hideo Kojima hefur lengi verið gífurlega vinsæl.Fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1987 fyrir MSX2 leikjatölvurnar og svo skömmu seinna í gömlu Nintendo leikjatölvurnar sem svo margir muna eftir. Síðasti leikurinn, Phantom Pain, kom síðan út árið 2015. Sjá einnig: Frelsið allsráðandi Við tölum ekki um leikinn sem kom út árið 2018. Hann er ekki með. Metal Gear leikirnir áttu ekki að verða fleiri. Þeir eru líklega ekki fleiri, þar sem þetta er ekki nýr leikur þannig, en ég er samt mjög ánægður með þá ákvörðun að fríska upp á Snake Eater. Það eru rúmir tveir áratugir síðan upprunalegi Snake Eater leikurinn kom út (2004), fokk mí, og það ætti ekki að fara framhjá neinum. Leikurinn var þó framúrskarandi á sínum tíma og með mjög góðri grafískri upphalningu heldur Snake Eater sér merkilega vel. Eitt sem ég hafði gleymt við leikinn er lagið sem hann byrjar á. Það er framúrskarandi og Bond stemning par exelans, eða hvernig sem það er skrifað. Njótið! Jákvæð nútímavæðing Auk andlitslyftingar með Unreal 5 grafíkvélinni, hefur leikurinn gengist oggulitla nútímavæðingu og svo er aðeins meira af dóti að finna í honum og fleiri spilunarmöguleikar. Ég kann að meta sjónarhornsbreytinguna sem hefur verið gerð. Nú er hægt að velja að notast við upprunalegt útlit leiksins, sem var föst myndavél á hverju svæði fyrir sig, eins og þekktist í mörgum sambærilegum leikjum á þessum tíma, eða þriðju persónu sjónarhorn yfir öxlina, sem flestir kannast við í dag. Þetta finnst mér hafa verið góð ákvörðun og í takt við þema endurgerðarinnar, sem virðist hafa verið að breyta sem minnstu. Uppfæra en ekki breyta. Ég spilaði með axlarsjónarhornið en það er gott að hafa valið. Það reyndist oftar en ekki góð ákvörðun að spila með nýja sjónarhornið en það gat reynst erfiðara að laumast um. Mögulega er ég bara orðinn lélegur en gamla sjónarhornið með föstu myndavélinni gat hjálpað manni að fylgjast með drullusokkunum sem Snake þarf að komast hjá. Eins og þeir sem spiluðu gamla leikinn muna eflaust, er eiginlega betra að komast hjá óvinum en að drepa þá. Allavega í fyrri hluta leiksins. Umhverfi MGSDSE lítur mjög vel út. Konami Gott útlit Talandi um það, eitthvað, þá heppnast andlitslyftingin mjög vel. Allt umhverfi MGSDSE lítur sérstaklega vel út, allavega samanborið við upprunalega leikinn, og það sama má segja um persónurnar. Snake, Eva, Ocelot, Volgin og allir gömlu félagarnir í Cobra eru bara flottir. Það borgar sig stundum að fylgjast vel með umhverfinu enda er hægt að finna sérstaka hluti til að safna og ný dýr og nýjar plöntur til að éta út um allt. Spilun leiksins er einnig skemmtileg ennþá þó hún geti auðvitað verið mjög Kojima-leg, ef svo má segja. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt, en þó á köflum smá pirrandi, hvernig Kojima hefur blandað dauðans alvöru við allsberan fíflaskap í leikjum sínum. Til marks um það má benda á það hvernig Snake getur falið sig fyrir óvinum í pappakössum. Það sem stendur oft upp úr þegar kemur að spilun leiksins eru bardagar við meðlimi Cobra-sveitarinnar og aðra erkióvini. Þeir bardagar eru mjög frumlegir margir en oftar en ekki er bæði hægt að vinna þá með mikilli notkun skotfæra eða með því að finna sérstakar og frumlegar leiðir til að fella vondu kallana. Eiginlega bara allt gott Saga MGSDSE hefur eins og flest annað elst vel. Hún getur verið svolítið Kojima-leg og mjög langdregin á köflum en hún er góð. Það er ekki hægt að segja annað en að hún sé flókin og hún heldur stundum ekki vatni og verður óttaleg vitleysa. Það má samt, þar sem sagan gengur í raun út á samband Snake og Boss. Sú saga er áhrifamikil og sérstaklega endirinn. Fyrst þegar ég spilaði leikinn, á árum áður, veit ég ekki hvað ég beið lengi með að ýta á takkann. Þeir vita sem vita. Sagan er að mestu sögð í myndböndum og talstöðvarsamskiptum Snake við vini sína. Myndböndin eru fjölmörg og alveg gífurlega löng, eins og Kojima er lagið. Of löng stundum. Ég var eiginlega búinn að gleyma hvað þetta er mikið en það hjálpaði mér að muna söguna nokkuð vel. Það getur verið erfitt að laumast framhjá hermönnum en það borgar sig eiginlega að drepa þá ekki.Konami Samantekt-ish Ég hef spilað flesta Metal Gear leikina, ef ekki alla. Ég spilaði fyrstu NES leikina meira að segja og ég held að ég sé hreinlega aðdáandi. MGSDSE hefur ekki valdið mér vonbrigðum og ég hef hreinlega átt erfitt með að reyna að finna eitthvað neikvætt til að tala um. Það er erfitt að ímynda sér að fólk sem þekki eitthvað til Metal Gear seríunnar, og svo sem aðrir, geti orðið fyrir vonbrigðum með þennan leik. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
MGSD:SE, jesús, fjallar um Jack/Snake og háleynilega, en samt engan veginn háleynilega, sendiför hans til Sovétríkjanna árið 1964 í leit að týndum vísindamanni. Eins og svo oft áður fer allt til fjandans og Snake þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga heiminum og í senn þá leggur saga leiksins grunninn að allri Metal Gear seríunni. Ekki nýr leikur, en samt Metal Gear serían eftir Hideo Kojima hefur lengi verið gífurlega vinsæl.Fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1987 fyrir MSX2 leikjatölvurnar og svo skömmu seinna í gömlu Nintendo leikjatölvurnar sem svo margir muna eftir. Síðasti leikurinn, Phantom Pain, kom síðan út árið 2015. Sjá einnig: Frelsið allsráðandi Við tölum ekki um leikinn sem kom út árið 2018. Hann er ekki með. Metal Gear leikirnir áttu ekki að verða fleiri. Þeir eru líklega ekki fleiri, þar sem þetta er ekki nýr leikur þannig, en ég er samt mjög ánægður með þá ákvörðun að fríska upp á Snake Eater. Það eru rúmir tveir áratugir síðan upprunalegi Snake Eater leikurinn kom út (2004), fokk mí, og það ætti ekki að fara framhjá neinum. Leikurinn var þó framúrskarandi á sínum tíma og með mjög góðri grafískri upphalningu heldur Snake Eater sér merkilega vel. Eitt sem ég hafði gleymt við leikinn er lagið sem hann byrjar á. Það er framúrskarandi og Bond stemning par exelans, eða hvernig sem það er skrifað. Njótið! Jákvæð nútímavæðing Auk andlitslyftingar með Unreal 5 grafíkvélinni, hefur leikurinn gengist oggulitla nútímavæðingu og svo er aðeins meira af dóti að finna í honum og fleiri spilunarmöguleikar. Ég kann að meta sjónarhornsbreytinguna sem hefur verið gerð. Nú er hægt að velja að notast við upprunalegt útlit leiksins, sem var föst myndavél á hverju svæði fyrir sig, eins og þekktist í mörgum sambærilegum leikjum á þessum tíma, eða þriðju persónu sjónarhorn yfir öxlina, sem flestir kannast við í dag. Þetta finnst mér hafa verið góð ákvörðun og í takt við þema endurgerðarinnar, sem virðist hafa verið að breyta sem minnstu. Uppfæra en ekki breyta. Ég spilaði með axlarsjónarhornið en það er gott að hafa valið. Það reyndist oftar en ekki góð ákvörðun að spila með nýja sjónarhornið en það gat reynst erfiðara að laumast um. Mögulega er ég bara orðinn lélegur en gamla sjónarhornið með föstu myndavélinni gat hjálpað manni að fylgjast með drullusokkunum sem Snake þarf að komast hjá. Eins og þeir sem spiluðu gamla leikinn muna eflaust, er eiginlega betra að komast hjá óvinum en að drepa þá. Allavega í fyrri hluta leiksins. Umhverfi MGSDSE lítur mjög vel út. Konami Gott útlit Talandi um það, eitthvað, þá heppnast andlitslyftingin mjög vel. Allt umhverfi MGSDSE lítur sérstaklega vel út, allavega samanborið við upprunalega leikinn, og það sama má segja um persónurnar. Snake, Eva, Ocelot, Volgin og allir gömlu félagarnir í Cobra eru bara flottir. Það borgar sig stundum að fylgjast vel með umhverfinu enda er hægt að finna sérstaka hluti til að safna og ný dýr og nýjar plöntur til að éta út um allt. Spilun leiksins er einnig skemmtileg ennþá þó hún geti auðvitað verið mjög Kojima-leg, ef svo má segja. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt, en þó á köflum smá pirrandi, hvernig Kojima hefur blandað dauðans alvöru við allsberan fíflaskap í leikjum sínum. Til marks um það má benda á það hvernig Snake getur falið sig fyrir óvinum í pappakössum. Það sem stendur oft upp úr þegar kemur að spilun leiksins eru bardagar við meðlimi Cobra-sveitarinnar og aðra erkióvini. Þeir bardagar eru mjög frumlegir margir en oftar en ekki er bæði hægt að vinna þá með mikilli notkun skotfæra eða með því að finna sérstakar og frumlegar leiðir til að fella vondu kallana. Eiginlega bara allt gott Saga MGSDSE hefur eins og flest annað elst vel. Hún getur verið svolítið Kojima-leg og mjög langdregin á köflum en hún er góð. Það er ekki hægt að segja annað en að hún sé flókin og hún heldur stundum ekki vatni og verður óttaleg vitleysa. Það má samt, þar sem sagan gengur í raun út á samband Snake og Boss. Sú saga er áhrifamikil og sérstaklega endirinn. Fyrst þegar ég spilaði leikinn, á árum áður, veit ég ekki hvað ég beið lengi með að ýta á takkann. Þeir vita sem vita. Sagan er að mestu sögð í myndböndum og talstöðvarsamskiptum Snake við vini sína. Myndböndin eru fjölmörg og alveg gífurlega löng, eins og Kojima er lagið. Of löng stundum. Ég var eiginlega búinn að gleyma hvað þetta er mikið en það hjálpaði mér að muna söguna nokkuð vel. Það getur verið erfitt að laumast framhjá hermönnum en það borgar sig eiginlega að drepa þá ekki.Konami Samantekt-ish Ég hef spilað flesta Metal Gear leikina, ef ekki alla. Ég spilaði fyrstu NES leikina meira að segja og ég held að ég sé hreinlega aðdáandi. MGSDSE hefur ekki valdið mér vonbrigðum og ég hef hreinlega átt erfitt með að reyna að finna eitthvað neikvætt til að tala um. Það er erfitt að ímynda sér að fólk sem þekki eitthvað til Metal Gear seríunnar, og svo sem aðrir, geti orðið fyrir vonbrigðum með þennan leik.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira