Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Faðmlag Garðars og Gillzeneggers fór í taugarnar á Skagamönnum

„Það var ágætt að ná að jafna manni færri en leikurinn hjá okkur var ekki góður. Fyrri hálfleikur var lélegur og ekki það sem verið var að æfa. Allt sem við ætluðum að gera var ekki gert. Við vissum að Blikarnir væru með ágætis lið en það afsakar ekki slakan leik hjá okkur,” sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, eftir leikinn á Akranesi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur stoltur af sínum mönnum

Ásmundur Arnarsson, þjálfari nýliða Fjölnis, var að vonum ánægður með sína menn eftir 3-0 útisigur á Þrótti í 1. umferð Landsbankadeildarinnar í dag. Glæsileg úrslit í fyrsta leik liðsins í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ramsey: Markið skiptir ekki máli

KR hóf Íslandsmótið með 3-1 sigri á Grindavík á heimavelli sínum í dag. Scott Ramsey skoraði eina mark Grindavíkur í leiknum en það var hreint gull af marki. Ramsey var hinsvegar ekki ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur: Allt gekk upp

Framarar náðu virkilega athyglisverðum úrslitum í Árbænum í dag þegar þeir unnu öruggan 3-0 útisigur á Fylki. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Landsbankadeildinni undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar sem tók við liðinu í vetur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík vann Val 5-3

Nú er lokið leik Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals í Landsbankadeildinni. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 5-3 í hreint ótrúlegum leik. Ansi óvænt úrslit.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján í marki KR í dag

Kristján Finnbogason mun standa í marki KR í dag þegar liðið fær Grindvíkinga í heimsókn í Vesturbæinn. Stefán Logi Magnússon lenti í samstuði á æfingu í gær og talið er að hann hafi skaddað liðbönd.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn fá danskan markvörð

Skagamenn hafa náð samningum við danska markvörðinn Esben Madsen sem kemur frá 1. deildarliðinu AB. Þetta kemur fram á dönskum miðlum í dag. Madsen hefur verið varamarkvörður danska liðsins en á að baki 15 leiki með félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tippað á Íslandsmeistara

Íslenskar getraunir bjóða tippurum upp á þá skemmtilegu nýung í sumar að hægt verður að tippa á hvaða lið verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Getraunir hafa reiknað út stuðla á öll liðin í Landsbankadeildinni sem byggðir eru líkindareikningi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland upp um eitt sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkaði um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið er í 85. sæti listans en staða efstu liða breyttist ekki. Argentínumenn sitja enn á toppnum, skömmu á undan grönnum sínum Brasilíumönnum.

Fótbolti