Íslenski boltinn

Versta byrjun Íslandsmeistara í 39 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Stórtap Íslandsmeistara Valsmanna í Keflavík í dag er versta byrjun Íslandsmeistara karla síðan að KR tapaði 0-4 á Akranesi í fyrsta leik sínum 1969.

Frá þeim tíma hafa fjórir meistarar tapað fyrsta leik með tveimur mörkum en enginn þeirra hefur fengin á sig fimm mörk.

Þetta er ennfremur þriðja skiptið í röð sem Valsmenn tapa sínum fyrsta leik í titilvörn en þeir töpuðu einnig 1988 (0-1 fyrir Fram á útivelli) og 1986 (1-2 fyrir Þór Akureyri á útivelli).

 

Verstu byrjanir á titilvörn frá árinu 1969:

1969 KR tapaði 0-4 fyrir ÍA á útivelli

2008 Valur tapaði 3-5 fyrir Keflavík á útivelli

1987 Fram tapaði 1-3 fyrir Þór Akureyri á heimavelli

1997 ÍA tapaði 1-3 fyrir ÍBV á útivelli

1985 ÍA tapaði 0-2 fyrir Þór Akureyri á útivelli

1992 Víkingur tapaði 0-2 fyrir KA á heimavelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×