Íslenski boltinn

Faðmlag Garðars og Gillzeneggers fór í taugarnar á Skagamönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar og Gillzenegger faðmast.
Garðar og Gillzenegger faðmast.

ÍA og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Landsbankadeildinni í dag.

„Það var ágætt að ná að jafna manni færri en leikurinn hjá okkur var ekki góður. Fyrri hálfleikur var lélegur og ekki það sem verið var að æfa. Allt sem við ætluðum að gera var ekki gert. Við vissum að Blikarnir væru með ágætis lið en það afsakar ekki slakan leik hjá okkur," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, eftir leikinn á Akranesi í dag.

Athygli vakti að Bjarni og félagar hans nokkrir voru mikið í því að nöldra og skammast í Garðari Erni Hinrikssyni dómara en Bjarni segir það ekki vera að ástæðulausu. Í morgun birtist grein í Fréttablaðinu þar sem eru myndir af Garðari og Blikanum Gillzenegger þar sem þeir féllust í faðma í útvarpsþættinum Skjálfanda á X-inu 977. Sú grein hleypti greinilega illu blóði í Skagamenn.

„Það var ekkert gaman að opna Fréttablaðið í morgun og sjá dómara dagsins í faðmlögum við aðalstuðningsmann Breiðabliks. Þarf ég að segja eitthvað meira? Myndi svona gerast í Englandi? Ég held ekki. Þrátt fyrir það var Garðar ekki ástæðan fyrir því að við unnum ekki leikinn," sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×