Sextán mörk í fimm leikjum Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2008 16:30 Fjölnismenn unnu Þrótt örugglega. Mynd/Pjetur Keppni í Landsbankadeildinni hófst í dag þegar fimm leikir voru flautaðir á klukkan 14:00. Fjölmörg mörk litu dagsins ljós en þrír útisigrar litu dagsins ljós. KR - Grindavík 3-1Það var markalaust í hálfleik í Vesturbænum en þessum tveimur liðum var spáð ólíku gengi í sumar. Guðjón Baldvinsson opnaði markareikning sinn fyrir KR í Landsbankadeildinni þegar hann kom liðinu yfir á 63. mínútu með góðum skalla af markteig eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Scott Ramsay jafnaði með mögnuðu marki og eitt af mörkum sumarsins hefur þegar litið dagsins ljós. Hann þrumaði boltanum í samskeytin frá vítateig eftir frábæra sókn Grindvíkinga. Guðmundur Pétursson endurheimti forystuna fyrir KR með skalla og annar varamaður, Ingimundur Níels Óskarsson, skoraði þriðja mark KR.Þróttur - Fjölnir 0-3Það var klassamunur á nýliðunum Þrótti og Fjölni sem mættust á Valbjarnarvelli. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölnismönnum yfir eftir 25 mínútna leik. Hann skoraði því fyrsta mark Fjölnis í efstu deild. Ólafur Páll Snorrason komst upp hægri kantinn og sendi góða sendingu sem hitti á Gunnar. Fjölnismenn skoruðu síðan sitt annað mark á 61. mínútu en það gerði Pétur Georg Markan. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gunnar bætti þriðja marki Fjölnis við í seinni hálfleiknum og innsiglaði verðskuldaðan sigur Fjölnis.HK - FH 0-4 Tryggvi Guðmundsson átti stórleik fyrir FH sem vann 4-0 sigur á HK á Kópavogsvelli. Hann lagði upp fyrstu þrjú mörkin og skoraði það fjórða sjálfur. Atli Viðar Björnsson kom FH yfir eftir 14 mínútna leik og Jónas Grani Garðarsson bætti öðru marki við. Það var síðan Atli Guðnason sem skoraði þriðja mark FH með skalla. HK-ingar sáu ekki til sólar í leiknum.ÍA - Breiðablik 1-1 Baráttueikur ÍA og Breiðabliks á Akranesi endaði 1-1. Prince Rajcomar kom Breiðabliki yfir eftir fimmtán mínútna leik. Blikar áttu skot sem markvörður ÍA hélt ekki og Prince skoraði örugglega. Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik fékk Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri náði ÍA að jafna á 75. mínútu en Stefán Þórðarson skoraði markið.Fylkir - Fram 0-3 Þá vann Fram 3-0 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir sendingu frá Sam Tillen. Jón fór síðan meiddur af velli síðar í hálfleiknum. Snemma í seinni hálfleik bætti Hjálmar Þórarinsson við marki og skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Fram á 61. mínútu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Keppni í Landsbankadeildinni hófst í dag þegar fimm leikir voru flautaðir á klukkan 14:00. Fjölmörg mörk litu dagsins ljós en þrír útisigrar litu dagsins ljós. KR - Grindavík 3-1Það var markalaust í hálfleik í Vesturbænum en þessum tveimur liðum var spáð ólíku gengi í sumar. Guðjón Baldvinsson opnaði markareikning sinn fyrir KR í Landsbankadeildinni þegar hann kom liðinu yfir á 63. mínútu með góðum skalla af markteig eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Scott Ramsay jafnaði með mögnuðu marki og eitt af mörkum sumarsins hefur þegar litið dagsins ljós. Hann þrumaði boltanum í samskeytin frá vítateig eftir frábæra sókn Grindvíkinga. Guðmundur Pétursson endurheimti forystuna fyrir KR með skalla og annar varamaður, Ingimundur Níels Óskarsson, skoraði þriðja mark KR.Þróttur - Fjölnir 0-3Það var klassamunur á nýliðunum Þrótti og Fjölni sem mættust á Valbjarnarvelli. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölnismönnum yfir eftir 25 mínútna leik. Hann skoraði því fyrsta mark Fjölnis í efstu deild. Ólafur Páll Snorrason komst upp hægri kantinn og sendi góða sendingu sem hitti á Gunnar. Fjölnismenn skoruðu síðan sitt annað mark á 61. mínútu en það gerði Pétur Georg Markan. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gunnar bætti þriðja marki Fjölnis við í seinni hálfleiknum og innsiglaði verðskuldaðan sigur Fjölnis.HK - FH 0-4 Tryggvi Guðmundsson átti stórleik fyrir FH sem vann 4-0 sigur á HK á Kópavogsvelli. Hann lagði upp fyrstu þrjú mörkin og skoraði það fjórða sjálfur. Atli Viðar Björnsson kom FH yfir eftir 14 mínútna leik og Jónas Grani Garðarsson bætti öðru marki við. Það var síðan Atli Guðnason sem skoraði þriðja mark FH með skalla. HK-ingar sáu ekki til sólar í leiknum.ÍA - Breiðablik 1-1 Baráttueikur ÍA og Breiðabliks á Akranesi endaði 1-1. Prince Rajcomar kom Breiðabliki yfir eftir fimmtán mínútna leik. Blikar áttu skot sem markvörður ÍA hélt ekki og Prince skoraði örugglega. Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik fékk Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri náði ÍA að jafna á 75. mínútu en Stefán Þórðarson skoraði markið.Fylkir - Fram 0-3 Þá vann Fram 3-0 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir sendingu frá Sam Tillen. Jón fór síðan meiddur af velli síðar í hálfleiknum. Snemma í seinni hálfleik bætti Hjálmar Þórarinsson við marki og skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Fram á 61. mínútu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira