Íslenski boltinn

Helgi í byrjunarliði Vals

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Sóknarmaðurinn Helgi Sigurðsson er í byrjunarliði Vals sem mætir Keflavík á útivelli klukkan 16:15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Helgi hefur átt við meiðsli að stríða og kemur nokkuð á óvart að hann sé í byrjunarliðinu. Það bendir allt til þess að Dennis Bo Mortensen geti ekki leikið með Íslandsmeisturum Vals í sumar vegna meiðsla en hann var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu.

Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson byrja á varamannabekknum hjá Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×