Íslenski boltinn

Ian Jeffs: Þetta var ömurlegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur Fannar fékk fyrsta rauða spjald sumarsins í Árbænum í dag.
Valur Fannar fékk fyrsta rauða spjald sumarsins í Árbænum í dag.
Ian Jeffs var vitanlega heldur súr í broti eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik með Fylki. Árbæingar töpuðu 0-3 á heimavelli gegn Fram í dag.

„Þetta var ömurlegt hjá okkur í dag, alveg hræðilegt. Við vorum skelfilegir fyrstu 20 mínúturnar en náðum okkur ágætlega á strik undir lok fyrri hálfleiks. En við mættum aldrei til leiks í síðari hálfleik," sagði Jeffs á góðri íslensku.

„Við munum auðvitað skoða vel hvað fór úrskeðis í dag og við getum auðvitað gert miklu betur. Fram spilaði vel og áttu sigurinn skilinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×