Íslenski boltinn

Hólmar og Hörður í leikmannahópi Keflavíkur í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hólmar og Hörður.
Hólmar og Hörður. Mynd/Jón Örvar Keflavik.is

Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson verða í leikmannahópi Keflavíkur sem tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:15 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hólmar og Hörður voru kynntir til leiks á blaðamannafundi Keflavíkur í gærkvöldi þar sem þeir skrifuðu undir samninga til þriggja ára. Báðir leikmennirnir eru Keflvíkingar en þeir koma frá danska liðinu Silkeborg.

Þetta er gríðarlega mikill styrkur fyrir Keflavík. Hörður er sóknarmaður en hann fór til Silkeborg í upphafi árs 2006 og Hólmar í ágúst sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×