Íslenski boltinn

Ásmundur: Markmiðið að halda okkur uppi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Mynd/E. Stefán

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að markmið liðsins sé einfalt fyrir sumarið - að halda sæti sínu í deildinni.

Fjölni var í dag spáð ellefta sæti í Landsbankadeild kara í árlegri spá sem birt var í dag. Ásmundur vill kollvarpa þeirri spá.

„Það er ágætt að hafa þessa spá fyrir framan nefið á sér. Þá getur maður einbeitt sér að því að afsanna hana."

„Þetta er þó tiltölulega eðlileg spá enda liðið að koma upp í efstu deild í fyrsta sinn. Það er því nokkuð óskrifað blað."

„Við viljum þó meina að við höfum alla burði til að standa okkur vel í sumar. Við höfum unnið vel í okkar málum og höfum það markmið að halda okkar sæti í deildinni. Við lítum svo á að við höfum engu að tapa og allt að vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×