Íslenski boltinn

Skagamenn fá danskan markvörð

Guðjón Þórðarson er kominn með markvörð
Guðjón Þórðarson er kominn með markvörð Mynd/Vilhelm

Skagamenn hafa náð samningum við danska markvörðinn Esben Madsen sem kemur frá 1. deildarliðinu AB. Þetta kemur fram á dönskum miðlum í dag. Madsen hefur verið varamarkvörður danska liðsins en á að baki 15 leiki með félaginu.

Skagamenn hafa um nokkurt skeið verið að leita sér að markverði þar sem Páll Gísli Jónsson er úr leik í sumar vegna meiðsla. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×