Íslenski boltinn

Boltavaktin á öllum leikjum dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður á öllum leikjum dagsins í Landsbankadeild karla með beina lýsingu frá leikjunum.

Fyrsta umferð deildarinnar fer fram í dag og hefjast fimm leikir klukkan 14.00 en leikur Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals hefst klukkan 16.15.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var við lýði bæði árið 2005 og 2006 en lá í dvala í fyrra. Hún hefur nú verið endurvakin og endurbætt og er þeim aðgerðum reyndar ekki lokið. Boltavaktin verður í stöðugri þróun og stefnt að því að gera upplýsingarnar aðgengilegar á sem bestan máta fyrir notendur.

Slóðin www.visir.is/boltavakt hefur nú verið stofnuð og verður miðstöð Boltavaktarinnar. Það verður einnig hægt að komast inn á Boltavaktina á forsíðu íþróttavef Vísis.

Á Boltavaktinni er hægt að fylgjast með gangi mála. Mörk, stoðsendingar, spjöld, skiptingar og misnotuð víti eiga sín föstu tákn og koma fram eins og á við. Þá er einnig hægt að skoða leikmannahópa liðanna, bæði byrjunarlið og varamenn. Þá er helstu atvikum og gangi leiksins lýst í rituðu máli. 

Sem fyrr segir er hægt að fylgjast með boltavaktinni með því að smella á ofangreinda hlekki.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×