Íslenski boltinn

Bjarni: Markið þjappaði okkur saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Guðjónsson, fyrliði ÍA.
Bjarni Guðjónsson, fyrliði ÍA. Mynd/E. Stefán

Bjarni Guðjónsson segir að markið umdeilda sem hann skoraði gegn Keflavík í fyrra hafi þjappað Skagamönnum saman.

„Þetta var ekki skemmtilegur tími en ég er kominn yfir það versta nú,“ sagði Bjarni sem er fyrirliði ÍA í samtali við Vísi í dag. „En þetta þjappaði okkur saman og liðsheildin varð ef til vill sterkari fyrir vikið. Mér leið þó sjálfum ekki vel en þetta barði okkur vissulega saman.“

ÍA var í dag spáð fjórða sætinu í Landsbankadeild karla í árlegri spá sem kynnt var í dag. „Það kom ekki á óvart. Þetta er ágætisspá,“ sagði Bjarni. „Önnur lið vita nú hvað við getum og því verður ekki sama herbragð í fyrra þegar við sögðum að við gætum ekki neitt og komum þannig inn í mótið.“

„Vissulega ætlum við okkur að vera sterkari en í fyrra. Valsararnir verða rosalega sterkir og það lið sem verður fyrir ofan Val verður meistari. Við ætlum okkur að berjast við þá en mótið verður erfiðara fyrir Val í ár en í fyrra enda erfiðara að verja titil en að vinna hann.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×