Íslenski boltinn

Ramsey: Markið skiptir ekki máli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Logi Ólafsson og lærisveinar fengu þrjú stig í dag.
Logi Ólafsson og lærisveinar fengu þrjú stig í dag.

KR hóf Íslandsmótið með 3-1 sigri á Grindavík á heimavelli sínum í dag. Scott Ramsey skoraði eina mark Grindavíkur í leiknum en það var hreint gull af marki. Ramsey var hinsvegar ekki ánægður í leikslok.

„Ég get ekki sagt að ég sé ánægður þar sem við töpuðum en mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur hjá okkur en KR var líklegra betri aðilinn í seinni hálfleiknum. Ég hélt að við myndum halda jafnteflinu eftir að við jöfnuðum en það tókst því miður ekki. Markmið okkar er fyrst og fremst að halda okkur í deildinni, allt umfram það er bara bónus," sagði Ramsay.

Mark hans í leiknum hlýtur að koma til greina sem eitt af mörkum tímabilsins. „Já markið var fínt en það skiptir ekki máli þar sem það taldi lítið og við töpuðum leiknum," sagði Ramsey.

Guðmundur Pétursson skoraði eitt af mörkum KR í leiknum. „Það er mikilvægt að vinna sigur í fyrsta leik, sérstaklega þegar komin er tólf liða deild og ekki leiðinlegt að skora með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Gulli sagði mér að fara á markmanninn í aukaspyrnunni og ég gerði það bara og boltinn kom beint á hausinn á mér. Við eigum Fjölni á útivelli í næsta leik, við höfum átt í erfiðleikum með þá á undirbúningstímabilinu en ætlum okkur auðvitað sigur," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×