Íslenski boltinn

Fjölnir jafnaði byrjun Skallagríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnir vann 3-0 sigur í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Mynd/Pjetur
Fjölnir vann 3-0 sigur í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Mynd/Pjetur
Fjölnir lék í dag sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 3-0 stórsigur á Þrótti á Valbjarnarvelli í 1. umferð Landsbankadeildar karla.

Aðeins eitt lið hefur unnið jafnstóran sigur í sínum fyrsta leik síðan að deildin innihélt fyrst tíu liða deild árið 1977 en Skallagrímsmenn unnu 3-0 sigur á Leiftri á heimavelli sínum í Borgarnesi 1997.

Fjölnismenn bættu hinsvegar afrek Stjörnumanna sem unnu 2-0 útisigur á Þór Akureyri í sínum fyrsta leik 1990 og urðu jafnframt aðeins annað liðið til þess að vinna sinn fyrsta leik á útivelli af þeim fjórtán sem hafa stigið sín fyrstu sport í efstu deild karla frá árinu 1977.

Fyrsti leikur félaga í efstu deild:

Fjölnir 2008 - 3-0 sigur á Þrótti á útivelli

HK 2007 - 0-0 jafntefli við Víking á útivelli

ÍR 1998 - 1-1 jafntefli við Grindavík á útivelli

Skallagrímur 1997 - 3-0 sigur á Leiftri á heimavelli

Grindavík 1995 - 1-2 tap fyrir Keflavík á heimavelli

Stjarnan 1990 - 2-0 sigur á Þór Akureyri á útivelli

Fylkir 1989 - 0-1 tap fyrir Fram á útivelli

Leiftur 1988 - 0-0 jafntefli við ÍA á heimavelli

Völsungur 1987 - 2-4 tap fyrir Keflavík á heimavelli

Víðir 1985 - 0-1 tap fyrir FH á heimavelli

ÍBÍ 1982 - 1-1 jafntefli við KR á heimavelli

Haukar 1979 - 1-3 tap fyrir KA á útivelli

KA 1978 - 2-2 jafntefli við Breiðablik á útivelli

Þór Akureyri 1977 - 2-3 tap fyrir Keflavík á útivelli

Byrjun Fjölnismanna 2008

Þróttur-Fjölnir 0-3

Valbjarnarvöllur 10. maí 2008, 769 áhorfendur.

0-1 Gunnar Már Guðmundsson (25.). 0-2 Pétur Georg Markan (61.), 0-3 Gunnar Már Guðmundsson (86.).

Byrjun Skallagrímsmanna 1997

Skallagrímur-Leiftur 3-0

Skallagrímsvöllur 19. maí 1997, 307 áhorfendur.

1-0 Valdimar K. Sigurðsson, víti (52.), 2-0 Sindri Grétarsson, skalli (77.), 3-0 Sindri Grétarsson (83.).

Byrjun Stjörnumanna 1990

Þór Akureyri-Stjarnan 0-2

Þórsvöllur, möl 19. maí 1990, 410 áhorfendur.

0-1 Árni Sveinsson, aukaspyrna (68.), 0-2 Árni Sveinsson, víti (78.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×