Íslenski boltinn

Hefur hug á að spila á Íslandi í sumar

Hörður Sveinsson, leikmaður danska 1. deildarliðsins Silkeborg, segist vel geta hugsað sér að spila hér heima á Íslandi í sumar ef hann fengi freistandi tilboð.

"Það er einn möguleiki sem ég er að skoða," sagði Hörður þegar Vísir náði tali af honum í morgun.

"Persónulega hef ég ekki rætt við einn né neinn, en umboðsmaður minn hefur verið í sambandi við einhver félög þarna heima. Ég er samningsbundinn Silkeborg í eitt ár í viðbót, en ef félagið vill hleypa mér annað, þá kemur það vel til greina," sagði Hörður.

"Ég er búinn að hugsa þetta í nokkurn tíma og það kemur vel til greina fyrir mig að koma til Íslands. Mig langar bara að fá að spila reglulega því þetta er búið að vera dálítið upp og niður hérna síðasta ár. Það væri ágætt að fá að spila aðeins meira," sagði Hörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×