Íslenski boltinn

Aldrei fleiri mörk í fyrstu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar fagna einu af þremur mörkum sínum í dag.
Framarar fagna einu af þremur mörkum sínum í dag. Mynd/Pjetur

Leikmenn Landsbankadeildar karla fóru vel af stað í dag þegar fyrsta umferð tólf liða efstu deildar fór fram. Það voru skoruð 24 mörk í leikjunum sex eða 4 mörk að meðaltali í leik.

Það hafa aðeins einu sinni verið skoruð svo mörg mörk í fyrstu umferð síðan að deildin innihélt fyrst tíu lið árið 1977. Það var fyrir 17 árum síðan þegar leikmenn deildarinnar fóru einnig frábærlega af stað og skoruðu 24 mörk í fimm leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik.

Í fyrstu umferðinni í dag voru skoruð flest mörk í Keflavík í 5-3 sigri heimamanna á Íslandsmeisturum Vals en fæst mörk voru skoruð upp á Skaga eða tvö mörk í 1-1 jafntefli ÍA og Breiðabliks.

Markahæstu opnunarumferðir efstu deildar 1977-2008:

24 mörk 1991*

24 mörk 2008

21 mark 1996*

19 mörk 1995*

* Bara fimm leikir í 1. umferð

Úrslit leikja í fyrstu umferðinni 2008

Þróttur-Fjölnir 0-3

Fylkir-Fram 0-3

ÍA-Breiðablik 1-1

HK-FH 0-4

KR-Grindavík 3-1

Keflavík-Valur 5-3

Úrslit leikja í fyrstu umferðinni 1991

FH-Víkingur 2-4

Fram-Breiðablik 3-3

Stjarnan-Valur 0-3

KA-ÍBV 2-3

Víðir-KR 0-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×