Íslenski boltinn

Tippað á Íslandsmeistara

Íslenskar getraunir bjóða tippurum upp á þá skemmtilegu nýung í sumar að hægt verður að tippa á hvaða lið verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Getraunir hafa reiknað út stuðla á öll liðin í Landsbankadeildinni sem byggðir eru líkindareikningi.

Hér fyrir neðan má sjá stuðlana á liðin í Landsbankadeildinni, en samkvæmt þessu gætu tipparar sem leggja 1000 krónur undir á að Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar, fengið upphæð sína greidda 50 sinnum til baka.

Það kemur ekki á óvart að Íslands- og bikarmeistarar Vals og FH eru með lægstu stuðlana, en á móti eru stuðlarnir á nýliðana í deildinni mjög háir.

Valur 2,55

FH 2,95

KR 5,15

ÍA 5,50

Breiðablik 11,50

Fylkir 13,00

Fram 50,00

Keflavík 100,00

HK 100,00

Þróttur 100,00

Grindavík 100,00

Fjölnir 100,00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×