HM í Katar 2022

HM í Katar 2022

HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán

    Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðnings­maður Wa­les lést í Katar

    Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi

    Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fiskaði víti og kallaður snillingur

    Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Felix vill yfir­gefa Madríd

    Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina

    Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allt jafnt í toppslag A-riðils

    Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum

    Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

    Fótbolti