HM í Katar 2022

HM í Katar 2022

HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mexíkó féll úr keppni á minnsta mun

    Mexíkó vann 2-1 sigur á Sádi Arabíu á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn var þó súrsætur því Mexíkó hefði þurft eitt mark í viðbót til að hirða annað sætið af Pólverjum og tryggja sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur

    Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit

    Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tæknin sannar að Ronaldo snerti aldrei boltann

    Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo fagnaði ógurlega er liðið tók 1-0 forystu gegn Úrúgvæ í leik liðanna á HM í gær. Ronaldo fullyrti að hann hafi snert boltann á leið sinni í netið eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes, en tæknin hefur nú sannað að svo var ekki og það var því Bruno sem skoraði markið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða

    Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Neville gapandi hissa á Thiago Silva

    Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, botnar ekkert í því hvernig brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva fer að því að spila jafn vel og hann gerir, 38 ára að aldri.

    Fótbolti