Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið

Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova

Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði kom inn af bekknum er Millwall datt út úr FA bikarnum | Öll úrslit dagsins

Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deilarliði Millwall töpuðu á heimavelli gegn Sheffield United í FA bikarnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var hvergi sjáanlegur er Burnley tapaði á heimavelli gegn Norwich City. Þá stýrði Slaven Bilic lærisveinum sínum í West Bromwich Albion til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í West Ham United. Öll úrslit dagsins má finna í fréttinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Börsungar töpuðu á Mestalla

Spánarmeistarar Barcelona heimsóttu bikarmeistara Valencia í spænska boltanum í dag. Líkt og í bikarúrslitunum á síðustu leiktíð höfðu Valencia betur, að þessu sinni 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Bobby skorar bara á útivelli

Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Í beinni í dag: Toppleikur í Dominos deildinni, Körfuboltakvöld og Birkir mætir Zlatan á Ítalíu

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót.

Sport
Fréttamynd

Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman?

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang.

Enski boltinn