Håland kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Håland fer frábærlega af stað með Dortmund.
Håland fer frábærlega af stað með Dortmund. vísir/getty

Erling Braut Håland skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 5-1 sigri Borussia Dortmund á Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.Þetta var annar leikur Norðmannsins fyrir Dortmund en í þeim fyrsta, 3-5 sigri á Augsburg, skoraði hann þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.Håland er fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sögu þýsku deildarinnar. Og hann er aðeins búinn að vera inni á vellinum í samtals klukkutíma í þessum tveimur leikjum.Raphaël Guerreiro, Marco Reus og Jadon Sancho skoruðu hin þrjú mörk Dortmund.Håland kom inn á á 65. mínútu, eftir að Mark Uth minnkaði muninn í 3-1 fyrir Köln.Norski framherjinn skoraði fjórða mark Dortmund á 77. mínútu og það fimmta tíu mínútum síðar.Dortmund er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði RB Leipzig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.