Börsungar töpuðu á Mestalla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valencia hafði góða ásæðu til að fagna vel og innilega í dag.
Valencia hafði góða ásæðu til að fagna vel og innilega í dag. Vísir/Getty

Spánarmeistararnir Barcelona heimsóttu bikarmeistara Valencia á Mestalla í dag. Líkt og í bikarúrslitunum á síðustu leiktíð höfðu Valencia betur, að þessu sinni 2-0. Raunar hafa Börsungar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum gegn Valencia eftir úrslit dagsins.

Börsungar byrjuðu leikinn brösuglega og fengu dæmda á sig vítaspyrnu þegar aðeins 12. mínútur voru liðnar en Marc-Andre Ter Stegen gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Maxi Gomes. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir þetta en Barcelona átti ekki skot á markrammann í öllum hálfleiknum.

Strax í upphafi síðari hálfleik komust heimamenn yfir þegar skot Maxi Gomez fór í Jordi Alba og þaðan í netið. Óverjandi fyrir Ter Stegen í marki Börsunga. Gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en allt kom fyrir ekki og á 77. mínútu bætti Maxi Gomes upp fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Hann batt þá endahnútinn á frábæra sókn Valencia en þeir sundurspiluðu vörn Barcelona með snöggu sem endaði með því að Gomez fékk sendingu úti vinstra megin í vítateig Börsunga og lagði knöttinn snyrtilega í netið með hægri fæti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Alls áttu Börsungar 900 heppnaðar sendingar ásamt því að vera með knöttinn 76% af leiknum án þess þó að skapa sér opið marktækifæri.

Barcelona er enn á toppi deildarinnar með 43 stig, líkt og Real Madrid, sem á leik til góða. Valencia eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar með 34 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.