Fótbolti

Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewandowski var sem fyrr á skotskónum.
Lewandowski var sem fyrr á skotskónum. Vísir/Getty

Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag.Leikurinn var í raun einstefna frá upphafi til enda en Robert Lewandowski kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu leiksins. Hans 20. mark á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleik kom Thomas Müller Bayern í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.Í síðari hálfleik bættu þeir Leon Göretzka, Thiago og Serge Gnabry við sínu markinu hver og leiknum lauk því með fimm marka sigri Bayern, 5-0.Bæjarar eru nú í 2. sæti með 39 stig, aðeins stigi á eftir RB Leipzig sem tapaði nokkuð óvænt á útivelli gegn Frankfurt fyrr í dag. Gæti það farið svo að Bayern nái toppsætinu næstu helgi en þeir heimsækja þá Mainz 05, sem situr í 15. sæti deildarinnar, á meðan Leipzig fær Borussia Mönchengladbach í heimsókn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.