Fótbolti

Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewandowski var sem fyrr á skotskónum.
Lewandowski var sem fyrr á skotskónum. Vísir/Getty

Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag.

Leikurinn var í raun einstefna frá upphafi til enda en Robert Lewandowski kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu leiksins. Hans 20. mark á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleik kom Thomas Müller Bayern í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik bættu þeir Leon Göretzka, Thiago og Serge Gnabry við sínu markinu hver og leiknum lauk því með fimm marka sigri Bayern, 5-0.

Bæjarar eru nú í 2. sæti með 39 stig, aðeins stigi á eftir RB Leipzig sem tapaði nokkuð óvænt á útivelli gegn Frankfurt fyrr í dag. Gæti það farið svo að Bayern nái toppsætinu næstu helgi en þeir heimsækja þá Mainz 05, sem situr í 15. sæti deildarinnar, á meðan Leipzig fær Borussia Mönchengladbach í heimsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.