Enski boltinn

Aston Villa fær táning frá Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Louie Barry og Mark Harrisson, yfirmaður akademíu Aston Villa, við undirskriftina.
Louie Barry og Mark Harrisson, yfirmaður akademíu Aston Villa, við undirskriftina. Vísir/Twitter

Aston Villa hefur fest kaup á hinum 16 ára gamla Louie Barry frá Barcelona. Kaupverðið er talið vera í kringum eina milljón punda.

Barry er uppalinn hjá West Bromwich Albion en gekk til liðs við Barcelona síðasta sumar. Hafði hann neitað að skrifa undir atvinnumannasamning við enska B-deildarliðið og því gátu Spánarmeistarar Barcelona sótt þennan unga og efnilega enska leikmann frítt.

Dvölin í Katalóníu virðist hafa farið öfugt ofan í Barry sem skilaði þó ágætis verki með unglingaliði Börsunga. Hann lék 10 leiki með unglingaliði félagsins og skoraði í þeim tvö mörk. Þá lék hann þrjá leiki í unglingakeppni UEFA, þar tókst honum ekki að skora en lagði þó upp eitt mark.

Hann hefur nú ákveðið að yfirgefa Barcelona og ganga til liðs við Aston Villa þar sem hann mun eflaust leika með yngri liðum félagsins fyrst um sinn. Eflaust spilar inn í að fjölskylda hans hefur alla tíð haldið með Aston Villa.

Barry var ekki lengi að láta að sér kveða með Aston Villa en hann lék sinn fyrsta leik fyrir yngri lið félagsins í gær. Þar skoraði hann sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Cardiff City.

Mark Harrison, yfirmaður akademíu Aston Villa, telur að kaup þessi sýni metnað Aston Villa.

Aston Villa er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 24 umferðir. Tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.