Sport

Í beinni í dag: Enska bikarkeppnin og stórleikur á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa Thompson og stöllur hennar í Val fá Stjörnuna í heimsókn.
Lovísa Thompson og stöllur hennar í Val fá Stjörnuna í heimsókn. vísir/bára

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar er hafinn og fjórir leikir verða sýndir beint í dag. Þar bera hæst leikir Southampton og Tottenham og Chelsea og Hull City.

Valur tekur á móti Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. Síðast þegar þessi lið mættust köstuðu Stjörnukonur sigrinum frá sér á ótrúlegan hátt.

Barcelona getur náð þriggja stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Valencia á Mestalla. Einnig verður sýnt beint frá leikjum Espanyol og Athletic Bilbao og Sevilla og Granada.

Þá verður sýnt beint frá leik Torino og Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni og þremur golfmótum.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf
11:55 Espanyol - Athletic Bilbao, Stöð 2 Sport 2
12:35 Brentford - Leicester, Stöð 2 Sport
14:50 Southampton - Tottenham, Stöð 2 Sport
14:50 Burnley - Norwich, Stöð 2 Sport 2
14:55 Valencia - Barcelona, Stöð 2 Sport 3
17:20 Hull - Chelsea, Stöð 2 Sport
17:50 Valur - Stjarnan, Stöð 2 Sport 2
18:00 Farmers Insurance Open, Stöð 2 Golf
19:40 Torino - Atalanta, Stöð 2 Sport 2
19:55 Sevilla - Granada, Stöð 2 Sport
20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.