Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:30 Mögulega er trefillinn orsök þess að Auba vill fara til Barcelona. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira