Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Fótbolti 14. nóvember 2021 22:45
Mikil dramatík er Morata og Mitrović skutu Spáni og Serbíu á HM í Katar Spánn og Serbía tryggðu sér farseðilinn til Katar í kvöld með dramatískum sigrum. Spánn vann 1-0 sigur á Svíþjóð og Serbía kom til baka gegn Portúgal. Fótbolti 14. nóvember 2021 22:10
Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:45
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:30
Twitter yfir tapi Íslands í Skopje: Stöngin inn er óverjandi og DJ Jón Dagur Ísland tapaði 3-1 fyrir Norður-Makedóníu í síðasta leik liðsins í undankeppni HM í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði Norður-Makedónía sér 2. sæti J-riðils og þar með sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:16
Jón Dagur: Fagnið var skemmtilegt Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í keppnisleik í kvöld. Ísland tapaði þá fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:45
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:30
Birkir Már hættur með landsliðinu Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í 3-1 tapi Íslands gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Þetta staðfesti Birkir Már í viðtali við RÚV eftir leik. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:25
„Ég er ungur ennþá“ Birkir Bjarnason var svekktur yfir niðurstöðunni gegn Norður-Makedóníu í kvöld en stoltur af að hafa slegið leikjametið í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:11
Þýskaland endaði undankeppnina á öruggum sigri Þýskaland endaði undankeppni HM 2022 með stórsigri á Armeníu en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í J-riðli. Rúmenía vann sinn leik en það dugði ekki til þar sem Norður-Makedónía lagði Ísland 3-1 og tryggði sér þar með annað sæti riðilsins. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:00
Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:00
Dagný kom inn á er West Ham kastað frá sér sigrinum Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir West Ham er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Reading í ensku úrvalsdeild kvenna í dag. West Ham hafði tveggja marka forystu lengi vel, en gestirnir jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Fótbolti 14. nóvember 2021 17:02
Sjálfsmark tryggði Króötum sæti á HM Króatar stálu efsta sæti H-riðils af Rússum með 1-0 sigri er liðin mættust í Króatíu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark, en sigurinn tryggði Króötum sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári, en Rússar þurfa að fara í gegnum umspil. Fótbolti 14. nóvember 2021 15:58
Byrjunarlið Íslands: Birkir slær leikjamet Rúnars Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið út hvaða ellefu leikmenn byrja gegn Norður-Makedóníu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2022. Fótbolti 14. nóvember 2021 15:43
Rúmensk bjórverksmiðja búin að taka frá einn bjór fyrir Arnar Rúmensk bjórverksmiðja sem styrkir karlalandslið landsins í fótbolta er búin að taka frá einn bjór fyrir Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2021 15:16
Þriðja jafnteflið í röð hjá Maríu og Manchester María Þórisdóttir og stöllur hennar í Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeild kvenna í dag. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð. Fótbolti 14. nóvember 2021 14:25
Guðný stóð vaktina í öruggum sigri Guðný Árnadóttir stóð vaktina í vörn AC Milan er liðið vann öruggan 0-2 í heimsókn liðsins til Pomigliano í ítölsku úrvasldeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 14. nóvember 2021 13:24
Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána. Fótbolti 14. nóvember 2021 13:00
Fimm leikmenn draga sig úr enska hópnum | Aðeins einn inn í staðinn Alls hafa fimm leikmenn dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir lokaleik liðsis gegn San Marínó í I-riðli undankeppni HM 2022. Fótbolti 14. nóvember 2021 12:31
Sáttur með að halda hreinu í Rúmeníu og segir leik liðsins á réttri leið Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur með að halda hreinu í Rúmeníu. Hann hefði þó viljað sjá íslenska liðið nýta eitthvað af þeim færum sem það fékk í leiknum. Fótbolti 14. nóvember 2021 11:46
Utan vallar: Ljós við enda ganganna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lýkur í dag undankeppni sinni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar síðla vetrar á næsta ári. Eftir erfiða mánuði þar sem svartnættið var allsráðandi virðist loks vera ljós í enda ganganna. Fótbolti 14. nóvember 2021 10:30
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. Fótbolti 14. nóvember 2021 09:00
Undankeppni HM: Hvað getur gerst í lokaleikjunum? Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári heldur áfram í dag og úrslitin ráðast í öllum riðlunum á næstu þremur dögum. En hvaða lið eru líkleg til þess að fara áfram, hverjir fara í umspil og hvað þarf að gerast til þess að HM draumurinn verði að veruleika? Fótbolti 14. nóvember 2021 08:00
Kostulegar spurningar á blaðamannafundi Íslands: „Ætlum að reyna eyðileggja veisluna ykkar“ Ísland mætir Norður-Makedóníu í Skopje á morgun í lokaleik undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Blaðamannafundur Íslands sem fram fór fyrr í dag var áhugaverður fyrir margar sakir. Fótbolti 13. nóvember 2021 23:00
Undankeppni HM: Frakkar komnir áfram | Holland opnaði dyrnar fyrir Noreg og Tyrkland Fjórum leikjum í evrópuhluta undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Katar á næsta ári lauk í kvöld. Í París kjöldrógu heimamenn Kasakstan og unnu 8-0 í leik þar sem Kylian Mbappé fór á kostum. Fótbolti 13. nóvember 2021 22:00
Undankeppni HM: Tyrkir laumuðu sér framúr Norðmönnum Norðmenn, sem voru án Erling Braut Haaland í dag, mistókst að vinna sigur á Lettlandi í undanleppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir nýttu tækifærið og skutust upp fyrir þá í G-riðli. Fótbolti 13. nóvember 2021 19:15
Barbára Sól sneri aftur í sigri Barbára Sól Gísladóttir sneri aftur í lið Bröndby eftir nokkurra leikja fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 1-0 útisigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 13. nóvember 2021 17:01
Finnar í lykilstöðu þrátt fyrir að brenna af víti og næla sér í rautt spjald Finnland vann góðan 3-1 útisigur á Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni HM 2022 þrátt fyrir að klúðra víti og næla sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. Finnar eiga því enn möguleika á að vinna D-riðil og tryggja sér sæti á HM í Katar. Fótbolti 13. nóvember 2021 16:15
Tottenham fyrst liða til að ná stigi af Arsenal Tottenham Hotspur var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að næla í sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu nú í dag. Lokatölur 1-1 en jöfnunarmark Arsenal kom í uppbótartíma. Enski boltinn 13. nóvember 2021 15:41
Ingibjörg spilaði er Vålerenga vann | Glódís Perla sat á bekknum er Bayern tapaði toppslagnum Bayern München tapaði 1-0 gegn Wolfsburg í toppslag þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu í dag. Í Noregi endaði Vålerenga deildarkeppnina á sigri. Fótbolti 13. nóvember 2021 15:00