Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Heiðar byrjar hjá Fulham

    Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heiðar er í fremstu víglínu liðsins ásamt Bandaríkjamanninum Brian McBride.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Zamora spilar sárþjáður

    Alan Curbishley hjá West Ham segir að leikmenn sínir séu að fórna sér fyrir félagið á þessum lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar. Margir þeirra séu sárþjáðir af meiðslum og þurfi á stífri meðferð að halda fyrir hvern leik en allir vilji þeir leggja sitt af mörkum til að bjarga liðinu frá falli. Curbishley nafngreindi Bobby Zamora sérstaklega í þessu samhengi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Watford lagði Portsmouth af velli

    Botnlið Watford lagði Portsmouth af velli, 4-2, í fjörugum markaleik á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Portsmouth komst yfir í upphafi leiksins en Watford sýndi mikinn karakter og svaraði með fjórum mörkum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Berger heillaði O´Neill upp úr skónum

    Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, hefur viðurkennt að frammistaða Tékkans Patrik Berger í viðureign liðsins gegn Blackburn á laugardag hafi heillað hann upp úr skónum. Framtíð Berger hjá Villa hefur verið í mikilli óvissu en það má með sanni segja að hann hafi nýtt tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu um helgina til fullustu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho: Pressan er á Man. Utd.

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur aðvarað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, með því að segja að nú sé pressan öll á þeim rauðklæddu. Segja má að Mourinho sé formlega búinn að hefja sálfræðistríðið sem verður væntanlega í gangi næstu vikurnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leikurinn gegn Chelsea skiptir miklu máli

    Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það geti vel farið svo að leikur sinna manna gegn Chelsea á Stamford Bridge í byrjun maí geti farið langt með að ráða úrslitum ensku úrvalsdeildinnar í ár. Aðeins þremur stigum munar á liðunum í dag en Man. Utd. hefur mun betri markatölu, sem getur skipt miklu máli þegar uppi er staðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tevez vill gera allt fyrir stuðningsmennina

    Argentínski framherjinn Carlos Tevez hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji vera áfram í herbúðum West Ham á næsta tímabili. Tevez segir stuðningsmenn West Ham vera engum líkir og að þeirra vegna vilji hann vera hjá félaginu í mörg ár til viðbótar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Chelsea mun misstíga sig

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur litlar áhyggjur af minnkandi forskoti sinna manna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en eftir tap liðsins gegn Portsmouth í gær munar aðeins þremur stigum á Man. Utd. og Chelsea. Ferguson býst fastlega við því að Chelsea eigi eftir að tapa stigum í þeim leikjum sem eftir eru.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beckham segir Ronaldo að vera áfram hjá Man. Utd.

    David Beckham hefur ráðlagt portúgalska vængmanninum Cristiano Ronaldo að fara ekki frá Manchester United þar sem hann sé með knattspyrnustjóra þar sem kann best allra að höndla leikmenn sem hafa lent í mótlæti, líkt og því sem Ronaldo varð fyrir eftir leik Englands og Portúgals á HM í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Neill: Eggert seldi mér hugsjón sína

    Lucas Neill, hinn ástralski varnarmaður West Ham, segir að ef hugsjón og áætlanir Eggert Magnússonar með West Ham gangi eftir muni ekki líða á löngu þar til stórliðin fjögur í Englandi munu fá einn keppinaut til viðbótar – West Ham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Man. Utd. tapaði óvænt fyrir Portsmouth

    Manchester United mistókst nú síðdegis að auka forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný en þá tapaði liðið óvænt fyrir Portsmouth á útivelli, 2-1. Aðeins þremur stigum munar nú á Man. Utd. og Chelsea og bendir margt til þess að um hálfgerðan úrslitaleik um titilinn verði að ræða þegar liðin mætast innbyrðis í næsta mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez hafði litla trú á Finnan í fyrstu

    Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hann hafði stórar efasemdir um að írski bakvörðurinn Steve Finnan væri nægilega góður fyrir Liverpool þegar hann tók við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Benitez segir Finnan hafa sýnt gríðarlegar framfarir síðan þá og telur hann nú lykilmann í sínu liði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger: Þetta er ótrúlegt

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, átti bágt með að skilja hvernig lærisveinar hans fóru að því að tapa á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa haft fádæma yfirburði nánast allan leikinn. Wenger segir úrslitin “ótrúleg” en Alan Curbishley, stjóri Charlton, hrósaði varnarleik sinna manna í hástert.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham lagði Arsenal á útivelli

    Íslendingaliðið West Ham vann frækinn og jafnframt gríðarlega mikilvægan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er liðið nú aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark Reading í 2-1 tapi liðsins gegn Liverpool en hann og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn fyrir lið sitt í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho ánægður með sigurgöngu Chelsea

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er afar ánægður með hvernig lærisveinar sínir eru að spila um þessar mundir en með sigrinum á Tottenham í dag heldur liðið áfram að pressa á Man. Utd. í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Mourinho segir Man. Utd. heppið að hafa sleppt við heimsókn til Stamford Bridge um næstu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Örlögin eru í okkar höndum

    Alex Ferguson var á heimspekilegu nótunum á blaðamannafundi fyrir leik Man. Utd. og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði að örlög liðsins í ár væru í höndum síns og leikmanna liðsins. Ferguson fullyrðir að ef leikmenn náði að forðast það að fara á taugum á lokasprettinum sé meistaratitilinn þeirra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Munurinn kominn niður í þrjú stig

    Aðeins þremur stigum munar á Man. Utd. og Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en síðarnefnda liðið bar sigurorð af grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham í dag, 1-0. Það var portúgalski varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Man. Utd. á leik til góða gegn Portsmouth síðar í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Curbishley vill halda Tevez

    Knattspyrnustjóri West Ham, Alan Curbishley, hefur greint frá því að hann vilji halda argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez í herbúðum liðsins á næsta ári, jafnvel þó að West Ham falli úr úrvalsdeildinni. Eftir erfiða byrjun hefur Tevez verið að spila mjög vel í síðustu leikjum liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ribery má fara frá Marseille

    Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur greint frá því að hann hafi náð samkomulagi við stjórnarformann Marseille um að hann megi yfirgefa liðið í sumar. Talið er að fjölmörg lið munu beina sjónum sínum að Ribery í ljósi þessara yfirlýsinga leikmannsins, til dæmis Arsenal, Manchester United, Bayern Munchen og Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Everton valtaði yfir Fulham

    Everton lögðu Fulham sannfærandi á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. Carlos Bocanegra kom Fulham yfir snemma leiks en það varð ekki til annars en að kveikja duglega í Evertonmönnum sem settu þrjú mörk áður en hálfleikurinn var úti. Það voru Lee Carsley, Alan Stubbs og James Vaughan sem skoruðu mörkin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Charlton ekki lengur í fallsæti

    Charlton lyftu sér úr fallsæti með markalausu jafntefli gegn Manchester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var fátt um fína drætti í leiknum sem einkenndist af varnarleik á báða bóga. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton. Charlton eru fyrir vikið með jafn mörg stig og Sheffield United og sama markamun en hafa skorað meira og eru því í sautjánda sæti en Sheffield í því átjánda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry segir að Chelsea geti enn unnið titilinn

    John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea er sannfærður um að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester United og standa uppi sem Englandsmeistarar þriðja árið í röð. Chelsea er sem stendur sex stigum á eftir Manchester. Chelsesa mætir Tottenham á morgun en Tottenham hafa verið á mikilli siglingu undanfarið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger styður tillögur Benitez

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist styðja hugmyndir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um að leyfa varaliðum stóru félaganna að spila í neðri deildunum á Englandi. Jose Mourinho hefur einnig vakið máls á þessu, en varalið stóru félaganna í Evrópu spila mörg hver í neðri deildunum á meginlandinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kromkamp: Þetta er búið

    Jan Kromkamp, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að einvígið við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé þegar búið þó liðin eigi eftir að mætast öðru sinni á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrri leiknum í Hollandi í gærkvöld, 3-0.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Forlan hafnaði tilboði frá Sunderland

    Framherjinn Diego Forlan hjá Villarreal segist hafa hafnað tilboði frá fyrrum félaga sínum Roy Keane um að ganga í raðir Sunderland í sumar. Forlan er samningsbundinn spænska liðinu til ársins 2010 og var markakóngur á Spáni leiktíðina 2004-05.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Duff er ekki á förum frá Newcastle

    Glenn Roeder knattspyrnustjóri segir ekkert til í þeim orðrómi að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sé á förum frá Newcastle í sumar. Bresku blöðin héldu því fram að hann færi jafnvel til Sunderland ef liðið næði að vinna sér sæti í úrvalsdeild.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Edu: Við erum ekki hræddir við Chelsea

    Brasilíski miðjumaðurinn Edu hjá Valencia, sem áður lék í fjögur ár með Arsenal, segir spænska liðið alls ekki hrætt við Chelsea fyrir leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Edu er meiddur og getur ekki tekið þátt í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eggert vill halda Tevez

    Eggert Magnússon segist ólmur vilja halda framherjanum Carlos Tevez í herbúðum West Ham ef liðið sleppur við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann segir Argentínumanninn loksins vera kominn í nógu gott form fyrir úrvalsdeildina, enda hafi það sést á spilamennsku hans í undanförnum leikjum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho: Við erum hættir að spreða

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að það sé liðin tíð að liðið spreði milljörðum í leikmenn eins og tíðkaðist fyrr í stjórnartíð hans. Stjórinn segir að einmitt þess vegna muni félagið ekki kaupa spænska framherjann David Villa frá Valencia í sumar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Agbonlahor fær nýjan samning

    Enski ungmennalandsliðsmaðurinn Gabriel Agbonlahor hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Aston Villa. Hann er tvítugur og skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli við Everton í gærkvöldi. Agbonlahor er vængmaður og hefur hann komið mjög á óvart með aðalliði Villa í vetur.

    Enski boltinn