Líkir Rooney og Ronaldo við Michael Jordan Jay DeMerit, leikmaður enska liðsins Watford sem ólst upp í Bandaríkjunum, segir að tilþrif þeirra Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United minni sig á það þegar hann fylgdist með Michael Jordan fara á kostum í NBA deildinni á árum áður. DeMerit segir tvíeykið hjá United gjörsamlega óstöðvandi, en er ekki frá því að Watford sé betra lið en Roma á Ítalíu. Enski boltinn 16. apríl 2007 16:34
Mánudagsslúðrið á Englandi Bresku blöðin láta ekki sitt eftir liggja í slúðrinu um helgina frekar en aðra daga. Daily Mirror segir að Stuart Pearce stjóri Man City hafi flogið til Spánar til að fylgjast með varnarmanninum Juanito. Þá segir blaðið að Lawrie Sanchez muni reyna að kaupa Steven Davis frá Aston Villa ef honum verður boðið fullt starf hjá Fulham. Enski boltinn 16. apríl 2007 14:38
Rio Ferdinand í ágætum málum Í morgun kom í ljós að meiðsli varnarmannsins Rio Ferdinand hjá Manchester United eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Hann meiddist á nára í leiknum við Watford á laugardaginn og óttast var að hann yrði frá keppni út leiktíðina. Hann stefnir á að spila á ný næsta laugardag gegn Middlesbrough, en óvíst er hvort hann nær leiknum við Sheffield United annað kvöld. Enski boltinn 16. apríl 2007 14:26
Abramovich gaf Mourinho knús Breskir fjölmiðlar veittu því mikla athygli í dag að Roman Abramovich eigandi og Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea, féllust í faðma eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins í gær. Því hefur verið haldið fram að samband þeirra félaga væri orðið ansi súrt, en Abramovich hefur látið sig vanta inn í búningsklefa hjá liðinu í vetur eins og undanfarin ár. Enski boltinn 16. apríl 2007 14:19
Duff úr leik hjá Newcastle Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff getur ekki leikið meira með liði Newcastle á leiktíðinni eftir að hann varð fyrir ökklameiðslum í tapinu gegn Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Duff er 28 ára gamall og kom til félagsins frá Chelsea fyrir fimm milljónir punda síðasta sumar. Enski boltinn 16. apríl 2007 14:14
Leikmannasamtökin tilnefna leikmenn ársins Nú er búið að tilnefna þá knattspyrnumenn sem koma til greina í valinu á knattspyrnumanni ársins hjá leikmannasamtökunum í ensku úrvalsdeildinni, en valið samanstendur af atkvæðum knattspyrnumannanna sjálfra. Cristiano Ronaldo og Didier Drogba þykja báðir líklegir til að hampa titlinum að þessu sinni. Enski boltinn 16. apríl 2007 14:07
Ferguson: Ég þurfti að sannfæra Ronaldo Sir Alex Ferguson greindi frá því í samtali við breska blaðið News of the World um helgina að hann hafi flogið sérstaklega til Portúgal eftir HM í sumar til að sannfæra vængmanninn Cristiano Ronaldo um að það væri í lagi að snúa aftur til Englands. Ronaldo var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum enska landsliðsins eftir að Portúgalar slógu þá úr keppni á HM. Enski boltinn 15. apríl 2007 21:45
Hughes: Vorum fimm mínútum frá úrslitaleiknum Mark Hughes, stjóri Blackburn, var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þó þeir hafi beðið í lægri hlut gegn Chelsea í undanúrslitaleik enska bikarsins. Hann sagði sína menn hafa verið hársbreidd frá því að ná í úrslitaleikinn. Enski boltinn 15. apríl 2007 19:09
Mourinho: Úrslitaleikurinn verður ótrúlegur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hrósaði sínum mönnum í hástert í dag þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins með 2-1 sigri á Blackburn í framlengdum leik. Hann segir úrslitaleikinn milli Chelsea og Manchester United verða stórkostlegan. Enski boltinn 15. apríl 2007 19:03
Draumaúrslitaleikur á Wembley Chelsea tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum í enska bikarnum með 2-1 sigri á Blackburn í undanúrslitum á Old Trafford. Liðið mætir því Manchester United í draumaúrslitaleik á Wembley. Frank Lampard kom Chelsea yfir í upphafi leiks en Jason Roberts jafnaði í þeim síðari. Í framlengingu var það svo Michael Ballack sem skoraði sigurmark Lundúnaliðsins í fínum knattspyrnuleik. Enski boltinn 15. apríl 2007 17:36
Framlengt hjá Blackburn og Chelsea Undanúrslitaleikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum hefur verið framlengdur eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard kom Chelsea yfir eftir um stundarfjórðung, en Jason Roberts jafnaði fyrir baráttuglaða Blackburn menn á 63. mínútu. Enski boltinn 15. apríl 2007 16:57
Dýrt tap hjá Charlton Charlton missti í dag af gullnu tækifæri til að komast af fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lá 2-1 fyrir Everton á útivelli. Ekkert mark kom í leiknum fyrr en eftir 80 mínútur þegar Joleon Lescott kom heimamönnum yfir. Darren Bent náði að jafna fyrir Charlton á 89. mínútu, en liðið missti af dýrmætu stigi í fallslagnum þegar Skotinn James McFadden skoraði sigurmark þeirrar bláklæddu í uppbótartíma. Enski boltinn 15. apríl 2007 16:07
Jafnt hjá Wigan og Tottenham í markaleik Wigan og Tottenham skildu jöfn 3-3 í fjörugum fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wigan er í fallbaráttu en Tottenham í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Wigan komst þrisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið náði alltaf að svara. Enski boltinn 15. apríl 2007 14:56
Carrick borubrattur í treyju númer 16 Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Manchester United skortir greinilega ekki sjálfstraustið þessa dagana og segist njóta þeirrar áskorunar að spila í treyju númer 16 hjá liðinu. Goðsögnin Roy Keane lék með númer 16 þar á undan og Carrick er hvergi smeykur þó fólk ætli honum að taka við keflinu af Íranum grjótarða. Enski boltinn 14. apríl 2007 22:15
Coppell hrósaði Brynjari Steve Coppell, stjóri Reading, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í 1-0 sigrinum á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði liðið hafa slakað of mikið á eftir að það náði forystu í leiknum en hrósaði Brynjari Birni Gunnarssyni fyrir vinnusemi sína á miðjunni. Enski boltinn 14. apríl 2007 19:21
Manchester United í úrslit Manchester United komst í dag í úrslit ensku bikarkeppninnar með öruggum 4-1 sigri á Watford á Villa Park í dag. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu en Hameur Bouazza jafnaði fyrir Watford á 26. mínútu. Cristiano Ronaldo kom United yfir aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-1 í hálfleik. Enski boltinn 14. apríl 2007 18:28
United yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 2-1 gegn Watford í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Wayne Rooney kom United yfir eftir 7 mínútur með þrumuskoti en Bouazza jafnaði á 26. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu. Cristiano Ronaldo kom United svo aftur yfir tveimur mínútum síðar, en Rio Ferdinand er farinn meiddur af leikvelli hjá United. Enski boltinn 14. apríl 2007 17:29
Arsenal lagði Bolton Leikjunum sex í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann mikilvægan 2-1 heimasigur á Bolton og Sheffield United vann dýrmætan 3-0 sigur á West Ham í botnbaráttunni. Manchester City og Liverpool skildu jöfn 0-0 og Reading lagði Fulham 1-0 í Íslendingaslagnum. Enski boltinn 14. apríl 2007 16:20
Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Bolton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Arsenal og Bolton er jöfn 1-1 þar sem Rosicky og Anelka skoruðu mörkin. Reading hefur yfir 1-0 gegn Fulham þar sem Brynjar Björn Gunnarsson eru í byrjunarliði Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Það var Stephen Hunt sem skoraði mark Reading. Enski boltinn 14. apríl 2007 14:47
Chelsea vann tvöfalt í mars Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð. Enski boltinn 14. apríl 2007 10:45
Ronaldo samdi til ársins 2012 Stuðningsmenn Manchester United áttu kannski ekki von á frábær vika yrði enn betri eftir 7-1 sigur á Roma á þriðjudagskvöldið en fréttirnar af nýjum samningi Cristiano Ronaldo sáu þó til þess. Enski boltinn 14. apríl 2007 09:45
Er ekki að taka við Chelsea Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink ítrekaði í viðtali í gær að hann væri ekki að taka við Chelsea í sumar. Enski boltinn 14. apríl 2007 08:00
Hiddink: Chelsea ekki á dagskrá Guus Hiddink vísar því alfarið frá að hann sé að taka við Chelsea af Jose Mourinho í sumar. Mikið hefur verið skrifað um það í vetur að Mourinho sé á förum frá félaginu venga deilna við Roman Abramovich eiganda Chelsea. Enski boltinn 13. apríl 2007 14:58
Ronaldo skrifar undir fimm ára samning Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við liðið. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hins 22 ára Portúgala og var rætt um Real Madrid og Barcelona í því samhengi. Enski boltinn 13. apríl 2007 10:16
Curbishley: Erfiðara en ég hélt að taka við West Ham Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hjá West Ham segist ekki hafa búist við því að hans biði jafn erfitt verkefni en raun bar vitni þegar hann tók við liðinu af Alan Pardew á sínum tíma. Liðið vann ekki sigur í fyrstu 11 leikjum sínum undir hans stjórn, en hefur aðeins verið að vakna til lífsins í síðustu leikjum. Enski boltinn 12. apríl 2007 18:41
Bellamy stefnir á að ná leiknum við Chelsea Meiðsli framherjans Craig Bellamy hjá Liverpool eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og segist hann vongóður um að verða orðinn heill þegar Liverpool mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þann 25. apríl. Bellamy var borinn af velli gegn PSV í gærkvöldi meiddur á hné. Enski boltinn 12. apríl 2007 16:38
Mourinho: Ég þarf á Crespo að halda Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að fá argentínska framherjann Hernan Crespo aftur til félagsins í sumar. Crespo hefur verið á flóknum lánssamningi hjá Ítalíumeisturum Inter og segist yfir sig ánægður að vera kominn aftur til Ítalíu. Hann hefur skorað 10 mörk í deildinni í vetur og hefur lýst því yfir að hann vilji aldrei fara aftur til Englands. Enski boltinn 12. apríl 2007 14:31
Brasilía mætir Englandi á Wembley Nú hefur verið staðfest formlega að fyrsti A-landsleikur Englendinga á nýja Wembley leikvangnum verði æfingaleikur við Brasilíumenn þann 1. júlí næstkomandi. Leikurinn verður liður í undirbúningi liðsins fyrir leik við Eista í undankeppni EM fimm dögum síðar. Enska liðið hefur ekki spilað landsleik á Wembley í sjö ár. Enski boltinn 11. apríl 2007 14:57
Michael Owen á skotskónum Framherjinn Michael Owen skoraði mark í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta æfingaleik fyrir Newcastle eftir langvarandi meiðsli. Newcastle lék þá vináttuleik við skoska liðið Gretna og spilaði Owen 70 mínútur í leiknum. Shola Ameobi sneri einnig aftur eftir meisli. Stefnt er á að Owen snúi jafnvel aftur með aðalliðinu þegar það mætir Chelsea þann 22. apríl. Enski boltinn 11. apríl 2007 14:54
Mourinho hefur áhyggjur af framtíðinni Jose Mourinho stjóri Chelsea lét í það skína eftir sigurinn á Valencia í gær að hann óttaðist um starfsöryggi sitt hjá félaginu. "Ég vil vera áfram með Chelsea á Englandi en stundum fær maður ekki það sem maður óskar sér. Ef ég á mér hinsvegar ekki framtíð hjá félaginu, verð ég að leita annað," sagði Mourinho í samtali við blaðamenn eftir sigurinn í gær. Enski boltinn 11. apríl 2007 14:47