Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Liverpool nálgast Degen

    Samkvæmt fréttum frá Liverpool er liðið að nálgast hægri bakvörðinn svissneska Philipp Degen. Rafael Benítez ræddi í vikunni við Tom Hicks um leikmannakaup sumarsins og er Degen ofarlega á óskalista hans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vidic æfði með United í dag

    Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic æfði með Manchester United í dag og eru menn vongóðir um að hann verði tilbúinn í slaginn fyrir stórleikinn gegn Chelsea á morgun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ráðast úrslitin á morgun?

    Ef Sir Alex Ferguson og lærisveinar hans í Manchester United vinna Chelsea á Stamford Bridge á morgun eru þeir nánast öruggir með enska meistaratitilinn þetta árið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dyrnar opnar fyrir Beckham

    Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að dyrnar séu opnar fyrir David Beckham um að leika á heimsmeistaramótinu 2010. Mikið hefur verið rætt um hvort Beckham eigi framtíð með landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle hentar Modric vel

    Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, segir að Newcastle United sé góður áfangastaður fyrir Luka Modric. Fjölmörg lið hafa áhuga á Modric sem leikur með Dinamo Zagreb en sagan segir að Newcastle sé að vinna kapphlaupið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lampard ekki með á morgun

    Frank Lampard mun ekki leika með Chelsea á morgun þegar liðið tekur á móti Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Móðir hans lést úr lungnabólgu miðvikudagskvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bara Arsenal kemur til greina

    Thierry Henry sagði í viðtali við BBC að hann væri ánægður í herbúðum Barcelona. Ef hann kæmi aftur í enska boltann væri Arsenal eina félagið sem til greina kæmi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Grétar Rafn: Ekki vanur botnbaráttu

    Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur fengið að kynnast botnbaráttunni síðan hann gekk til liðs við Bolton. Grétar var áður að berjast á hinum endanum með hollenska liðinu AZ Alkmaar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aurelio ekki meira með

    Að öllum líkindum er tímabilið búið hjá Fabio Aurelio, vinstri bakverði Liverpool. Hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea og í hans stað kom John Arne Riise inná.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jo til City í sumar?

    Umboðsmaður sóknarmannsins Jo telur góðar líkur á því að Manchester City geti krækt í leikmanninn í sumar. Til þess þarf félagið að ná samkomulagi við CSKA Moskvu, liðið sem Jo leikur með.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Móðir Lampards er látin

    Móðir Frank Lampards, knattspyrnumanns í Chelsea, er látin eftir erfið veikindi. Hún var 58 ára gömul og hafði barist gegn lungnasjúkdómi sem á endanum dró hana til dauða.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Inter hefur áhuga á Hleb

    Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur staðfest að Alexander Hleb sé á óskalista sínum fyrir sumarið. Hleb er í herbúðum Arsenal og hefur oft verið orðaður við Inter síðustu mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vel heppnaður fundur

    Tom Hicks, annar af eigendum Liverpool, fundaði með Rafael Benítez í kringum leikinn gegn Chelsea í vikunni. Á fundinum vildi Benítez fá ýmis mál á hreint og þá var rædd um hugsanleg kaup á komandi sumri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Roy Keane viðurkennir mistök

    Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í viðtali í dag að Roy Keane, stjóri Sunderland, viðurkenndi að hann hafi gert smávægileg mistök á tímabilinu og gert of miklar kröfur til leikmanna sinna á tímabilinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McClaren fer á EM í sumar

    Steve McClaren verður á EM í fótbolta í sumar þó svo að honum hafi misstekist að fara þangað með enska landsliðið þegar hann starfaði sem landsliðsþjálfari.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Riise fær stuðning frá Gerrard

    Steven Gerrard segir að John Arne Riise verði ekki gerður að neinum sökudólgi eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Chelsea í gær. Riise jafnaði með sjálfsmarki á lokasekúndunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Erfitt að hugsa um fótbolta

    Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að hafa ekki verið andlega tilbúinn fyrir leikinn gegn Liverpool í gær. Hann lék ekki með Chelsea um síðustu helgi þar sem hann var á sjúkrahúsi við hlið móður sinnar sem var þungt haldin vegna sjúkdóms í lungum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tímabilinu lokið hjá Hleb

    Alexander Hleb hefur ákveðið að gangast undir ákæru frá enska knattspyrnusambandinu. Hann fer því í þriggja leikja bann og mun ekki vera með Arsenal í þremur síðustu leikjum tímabilsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fabianski í mark Arsenal

    Arsene Wenger ætlar að gefa pólska markverðinum Lukasz Fabianski tækifæri í marki Arsenal. Leikmaðurinn kom til Arsenal frá Legia Varsjá síðasta sumar en hefur enn ekki leikið með liðinu í úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Barry líklega á förum

    Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, viðurkennir að hann sé óviss um hvort Gareth Barry verði hjá liðinu á næsta tímabili.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Milan og Juve fylgjast með Adebayor

    Umboðsmaður Tógómannsins Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segir að bæði Juventus og AC Milan séu að fylgjast náið með leikmanninum með það fyrir augum að gera kauptilboð í hann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pienaar áfram hjá Everton

    Everton hefur gengið frá kaupum á Steven Pienaar sem hefur verið hjá liðinu á lánssamningi á þessu tímabili. Þessi 26 ára landsliðsmaður frá Suður-Afríku hefur samþykkt þriggja ára samning.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hleb líklega í þriggja leikja bann

    Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Alexander Hleb, leikmann Arsenal, fyrir að slá leikmann Reading í andlitið. Atvikið átti sér stað í viðureign þessara liða um síðustu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Flamini til Juventus?

    Juventus hefur viðurkennt að félagið ætli sér að reyna að fá franska miðjumanninn Mathieu Flamini frá Arsenal. Flamini verður samningslaus í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ráðlagt að mæta ekki á Anfield

    Liverpool Echo greinir frá því að lögreglan hafi ráðlagt eigendum Liverpool að vera ekki á Anfield í kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea. Lögreglan í Liverpool-borg telur að þeir skapi öryggi sínu í hættu með því að mæta á leikinn.

    Fótbolti