Enski boltinn

Vidic æfði með United í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic.

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic æfði með Manchester United í dag og eru menn vongóðir um að hann verði tilbúinn í slaginn fyrir stórleikinn gegn Chelsea á morgun.

Vidic lék ekki með í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona á miðvikudag vegna magaverkja en hann var fluttur á sjúkrahús í Katalóníu.

Í fjarveru Vidic hefur Ferguson látið Wes Brown spila við hlið Rio Ferdinand í hjarta varnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×