Enski boltinn

Vidic tæpur fyrir Chelsea-leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United.
Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að það verði bónus ef Nemanja Vidic geti spilað með liðinu gegn Chelsea um helgina.

Hann gat ekki leikið með United gegn Barcelona í kvöld vegna magakveisu.

„Ég held að hann sé ansi tæpur. En við munum gera okkar besta. Vonandi getur hann spilað á laugardaginn," sagði Ferguson sem sagði að Vidic sjálfur vildi ólmur spila.

Hann vonaðist til að sínir menn setji meiri pressu á Chelsea heldur en þeir gerðu á Barcelona í kvöld.

„Þetta verður öðruvísi leikur að sjálfsögðu. Engu að síður þurfum við að takast á við leikstíl Chelsea."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×