Enski boltinn

Milan og Juve fylgjast með Adebayor

NordcPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Tógómannsins Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segir að bæði Juventus og AC Milan séu að fylgjast náið með leikmanninum með það fyrir augum að gera kauptilboð í hann.

"Þessi félög hafa bæði fylgst með honum. Hann er ungur, öfugt við menn eins og Didier Drogba, og hann hefur því aldurinn með sér. Hann er leikmaður sem gæti átt fyrir höndum langan og glæstan feril og er því góð fjarfesting til framtíðar," sagið umboðsmaðurinn.

Adebayor er 24 ára gamall og er þriðji markahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á eftir þeim Cristiano Ronaldo og Fernando Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×