Enski boltinn

Roy Keane viðurkennir mistök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane, stjóri Sunderland.
Roy Keane, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í viðtali í dag að Roy Keane, stjóri Sunderland, viðurkenndi að hann hafi gert smávægileg mistök á tímabilinu og gert of miklar kröfur til leikmanna sinna á tímabilinu.

Keane stýrði Sunderland upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri í fyrra og er liðið í þokkalegum málum nú þó svo að liðið sé alls ekki laust úr fallhættu.

Sunderland mætir Middlesbrough á heimavelli um helgina og þarf helst á sigri á halda. Keane er bjartsýnn á það þó svo að meiðli og leikbönn setji strik í reikninginn.

„Það getur verið að menn séu á síðustu dropunum," sagði Keane. „Vegna stærðar leikmannahópsins og þeirra meiðsla sem við áttum við að stríða í upphafi tímabilsins hafa margir leikmenn spilað marga leiki."

„Við höfum krafist mikils af mörgum ungum leikmönnum og stundum segir líkaminn bara stopp."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×