Enski boltinn

Jo til City í sumar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jo á framtíðina fyrir sér.
Jo á framtíðina fyrir sér.

Umboðsmaður sóknarmannsins Jo telur góðar líkur á því að Manchester City geti krækt í leikmanninn í sumar. Til þess þarf félagið að ná samkomulagi við CSKA Moskvu, liðið sem Jo leikur með.

Jo er samningsbundinn CSKA til 2011 en City hefur verið orðað við leikmanninn síðan í janúar. Rússneska liðið er með 20 milljón punda verðmiða á honum segir sagan.

Rússneskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að hinn 21. árs Jo hafi þegar náð munnlegu samkomulagi við City.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×