Enski boltinn

Flamini til Juventus?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Á leið í ítalska boltann?
Á leið í ítalska boltann?

Juventus hefur viðurkennt að félagið ætli sér að reyna að fá franska miðjumanninn Mathieu Flamini frá Arsenal. Flamini verður samningslaus í sumar.

Ítalska félagið er að undirbúa fimm ára samning sem það ætlar að bjóða Flamini.

Stjórnarmaður Juventus sagði í samtali við Sky að félagið hefði lengi fylgst með Flamini.

Flamini var keyptur til Arsenal frá Marseille 2004 og spilað frábærlega á miðjunni á þessu tímabili eftir að hafa átt erfitt uppdráttar fram að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×