Enski boltinn

Vel heppnaður fundur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benítez punktar niður. Kunnugleg sjón.
Benítez punktar niður. Kunnugleg sjón.

Tom Hicks, annar af eigendum Liverpool, fundaði með Rafael Benítez í kringum leikinn gegn Chelsea í vikunni. Á fundinum vildi Benítez fá ýmis mál á hreint og þá var rædd um hugsanleg kaup á komandi sumri.

„Við áttum frábærar samræður. Rafa er ánægður og vildi ræða um hvert hann stefnir með liðið," sagði Hicks í samtali við The Times.

Þá sagði Hicks að á döfinni sé að halda fund þar sem hinn eigandinn George Gillett og stjórnarformaðurinn Rick Parry verða einnig viðstaddir. Spurning er hvort sá fundur muni heppnast eins vel þar sem samskipti Hicks við þá tvo hafa ekki verið eins og best verður á kostið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×