Enski boltinn

Erfitt að hugsa um fótbolta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard og Avram Grant.
Frank Lampard og Avram Grant.

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að hafa ekki verið andlega tilbúinn fyrir leikinn gegn Liverpool í gær. Hann lék ekki með Chelsea um síðustu helgi þar sem hann var á sjúkrahúsi við hlið móður sinnar sem var þungt haldin vegna sjúkdóms í lungum.

„Ég hef verið í betra formi, bæði andlega og líkamlega. Síðasta vika hefur verið mjög erfið. Undirbúningurinn fyrir leikinn var erfiður en þetta var auðveldara þegar leikurinn hófst," sagði Lampard.

„Það er ekki auðvelt að hugsa um fótbolta á svona stundum," sagði Lampard en útlitið varðandi móður hans var víst ansi svart um tíma. Hún er þó skárri í dag og það gerði það að verkum að hann gat leikið í gær.

„Ég vill ekki fara í smáatriði en þetta leit virkilega illa út á tímabili. Það var erfiðasti tími lífs míns," sagði Lampard sem var langt frá sínu besta í leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×