Enski boltinn

Pienaar áfram hjá Everton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Pienaar.
Steven Pienaar.

Everton hefur gengið frá kaupum á Steven Pienaar sem hefur verið hjá liðinu á lánssamningi á þessu tímabili. Þessi 26 ára landsliðsmaður frá Suður-Afríku hefur samþykkt þriggja ára samning.

David Moyes, stjóri Everton, er virkilega ánægður með frammistöðu Pienaar sem var hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×