Enski boltinn

Hleb líklega í þriggja leikja bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alexander Hleb.
Alexander Hleb.

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Alexander Hleb, leikmann Arsenal, fyrir að slá leikmann Reading í andlitið. Atvikið átti sér stað í viðureign þessara liða um síðustu helgi.

Peter Walton, dómari leiksins, sá ekki atvikið. Hann hefur tilkynnt sambandinu eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur að ef hann hefði séð það hefði hann rekið Hleb af velli.

Það er því líklegt að Hleb verði dæmdur í þriggja leikja bann. Ef svo verður leikur hann ekki meira á tímabilinu þar sem Arsenal á aðeins þrjá leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×