Enski boltinn

Dyrnar opnar fyrir Beckham

Beckham fer af velli í sínum hundraðasta landsleik.
Beckham fer af velli í sínum hundraðasta landsleik.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að dyrnar séu opnar fyrir David Beckham um að leika á heimsmeistaramótinu 2010. Mikið hefur verið rætt um hvort Beckham eigi framtíð með landsliðinu.

Beckham lék sinn 100. landsleik á dögunum en hann verður orðinn 35 ára þegar HM í Suður-Afríku fer fram. Capello segir að Beckham sé þó í plönum sínum en England hefur leik í undankeppni HM í september.

Capello segir að Beckham verði að halda sér í formi. „Dyrnar eru opnar. Hann gerði góða hluti í síðasta leik og ég fylgist vel með leikjum hans fyrir Los Angeles Galaxy," segir Capello.

„Það eru leikmenn komnir vel yfir þrítugt sem hugsa vel um líkamann. Þeir skilja að þeir eru ekki í sama formi og þeir voru í og fara varlega. Það veltur mikið á þessum hlutum."

En spilar Beckham á HM 2010? „Í fyrsta lagi verður enska landsliðið að komast þangað svo það geti orðið að veruleika," sagði Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×