Enski boltinn

Tímabilinu lokið hjá Hleb

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alexander Hleb.
Alexander Hleb.

Alexander Hleb hefur ákveðið að gangast undir ákæru frá enska knattspyrnusambandinu. Hann fer því í þriggja leikja bann og mun ekki vera með Arsenal í þremur síðustu leikjum tímabilsins.

Hleb sló leikmann Reading í andlitið um síðustu helgi. Peter Walton, dómari leiksins, sá ekki atvikið en tilkynnti sambandinu eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur að ef hann hefði séð það hefði hann rekið Hleb af velli.

Hleb er því kominn í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×