Enski boltinn

Fabianski í mark Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabianski í deildabikarleik.
Fabianski í deildabikarleik.

Arsene Wenger ætlar að gefa pólska markverðinum Lukasz Fabianski tækifæri í marki Arsenal. Leikmaðurinn kom til Arsenal frá Legia Varsjá síðasta sumar en hefur enn ekki leikið með liðinu í úrvalsdeildinni.

Hann lék með Arsenal í deildabikarnum og mun nú leika þrjá síðustu leiki liðsins í deildinni. „Ég vill gefa honum tækifæri á að gera atlögu að því að verða aðalmarkvörður," sagði Wenger við Daily Mirror.

Manuel Almunia hefur verið aðalmarkvörður stærstan hluta tímabilsins en hann hefur verið að kljást við meiðsli síðustu vikur. Jens Lehmann lék í markinu síðustu tvo leiki en reiknað er með því að hann fari í sumar.

Wenger hefur mikla trú á Fabianski sem er 23 ára og mun því spila gegn Derby, Everton og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×