Enski boltinn

Newcastle hentar Modric vel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Modric í landsleik.
Modric í landsleik.

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, segir að Newcastle United sé góður áfangastaður fyrir Luka Modric. Fjölmörg lið hafa áhuga á Modric sem leikur með Dinamo Zagreb en sagan segir að Newcastle sé að vinna kapphlaupið.

„Newcastle er stórt félag og ég held að það henti Luka vel að fara þangað. Þeir eru aðeins fyrir neðan þessa fjögur stærstu lið, standa jafnfætis Tottenham en eiga meiri pening. Þeir eiga möguleika á að gera góða hluti," sagði Bilic.

Luka Modric er 22 ára miðjumaður og á 24 landsleiki að baki með Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×