Enski boltinn

Barry líklega á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fer hann á Stamford Bridge eða Anfield?
Fer hann á Stamford Bridge eða Anfield?

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, viðurkennir að hann sé óviss um hvort Gareth Barry verði hjá liðinu á næsta tímabili.

Barry er fyrirliði Villa og á tvö ár eftir af samningi sínum en Liverpool og Chelsea hafa sýnt honum áhuga. Sagan segir að Rafael Benítez hafi þegar beðið um upplýsingar um verðmiðann á Barry.

„Við gerum okkar besta til að halda Gareth. Hvort það besta sé nóg til að hann verði áfram veit ég ekki," sagði stjóri Villa við Daily Mirror.

Talið er að ef Barry fari muni Aston Villa fylla upp í skarð hans með Steve Sidwell sem er nú hjá Chelsea. Þessi fyrrum leikmaður Reading hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í liði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×