Enski boltinn

Riise fær stuðning frá Gerrard

Elvar Geir Magnússon skrifar
Riise niðurbrotinn.
Riise niðurbrotinn.

Steven Gerrard segir að John Arne Riise verði ekki gerður að neinum sökudólgi eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Chelsea í gær. Riise jafnaði með sjálfsmarki á lokasekúndunni.

Þetta er annað sjálfsmark Riise á tímabilinu en hitt var í bikarleik gegn Luton. Honum hefur hinsvegar ekki enn tekist að koma knettinum í mark andstæðingana á tímabilinu.

„Hann hefur verið hérna lengi og er góður strákur svo við sýnum honum stuðning," sagði Gerrard en hann og Riise hafa verið samherjar í sjö ár.

„Við þurfum að styðja hann í þessu því ég veit að honum líður illa. En við vinnum og töpum sem lið. Þetta snýst ekki um að taka einhvern einn leikmann út."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×