Viðskipti erlent

Darling lánar 800 milljónir punda vegna Icesave

Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta.

Fjármálaráðuneytið í Bretlandi mun lána breska innistæðutryggingasjóðnum 800 milljónir punda, um 164 milljarða íslenskra króna, til þess að standa straum af endurgreiðslum til breskra sparifjáreigenda sem áttu fé á Icesace reikningum. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Alistair Darling fjármálaráðherra sendi frá sér í dag.

Um 300 þúsund Bretar voru viðskiptavinir Icesave og voru innistæður þeirra um fjórir milljarðar punda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×